Sýnishorn
Heimildamynd um Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Það er Bjarni Har sem fer með aðalhlutverkið í myndinni en hann er eigandi verslunarinnar.
Haraldur Júlíusson faðir Bjarna stofnaði verslunina árið 1919 og hefur hún starfað óslitið síðan. Upphaflega verslunarhúsið var áður notað sem barnaskóli einnig hýsti það úr og gullsmíðaverkstæði J. Fr. Michelsens. Það verslunarhús sem við þekkjum í dag var byggt 1929 – 1930.
Bjarni hóf að vinna í versluninni með föður sínum árið 1959 og aðspurður segist hann ætla að versla meðan heilsa hans leyfir.
Sjómannslíf
Slegist er í för með áhöfnum þriggja fiskiskipa og fylgst með lífi og störfum íslenskra sjómanna við ólíkar aðstæður auk þess sem sagðar eru sögur af lífinu um borð. Myndefnið er tekið upp á árunum 2009-2012. Dagskárgerð annaðist Árni Gunnarsson
Í Austurdal
Einn bær er í byggð í Austurdal en þegar mest var er talið að þar hafi búið um 200 manns. Frásagnir, menn, hestar og fé í afrekstri, hrikalegri og heillandi, íslenskri náttúru. Í Austurdal er menningarsögulegt framlag um hverfandi byggð og mannlíf er leiðir af breyttu þjóðfélagi og lífsháttum.
Kraftur (The last ride)
Myndin fjallar um hestinn Kraft og knapann Þórarinn Eymundson. Þeir eru miklir félagar og sigursælt par á keppnisvöllum á Íslandi. Þeim stendur til boða að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi 2007 og Tóti þarf að taka erfiðustu ákvöðunina á ferli sínum. Íslenski hesturinn hefur verið einangraður á eyjunni úti í norðri í meira en 1000 ár og vegna smithættu má ekki flytja hesta sem fara út heim til landsins aftur. Fylgst er með þeim félögum hér heima og á heimsmeistaramótinu, velgengni en einnig efasemdum og sálarstríði knapans. Einlæg og hrífandi mynd um samband hests og manns.